Vertu ferðamaður í Reykjavík!

0
Price
FromISK 50,000
Price
FromISK 50,000
Loading...
Save To Wish List

Adding item to wishlist requires an account

315
Lækjartorg eða eftir samkomulagi
Göngutúr um miðbæinn fyrir Íslendinga!

Langar þig að prófa að vera túristi í Reykjavík í smá stund? Fáðu innsýn í miðbæinn sem Íslendingar upplifa sjaldan. Við erum með leiðsögumenn sem hafa reynslu af því að sýna gestum bæinn, og viljum bjóða ykkur að koma með okkur á röltið.

Frábært fyrir starfsmannafélög, hópeflisferðir fyrirtækja, steggjanir eða gæsanir eða annað í þeim dúr. Ef áhugi er fyrir hendi getum við bætt við heimsókn í brugghús eða sinnt öðrum séróskum. Endilega hafið samband og við getum sniðið þetta að ykkar hópi.

Innifalið í verði

  • Leiðsögn með fyndnum og skemmtilegum fagmanni
  • Innsýn inn í Reykjavík með augum ferðamanna

Hægt að bæta við (hugsanlega gegn aukaþóknun)

  • Matarstopp
  • Heimsókn í brugghús
Hver erum við?

Free Walking Tour Reykjavík hefur verið í gangi síðan 2012, og var fært undir nafn Follow Me árið 2018. Við höfum sérhæft okkur í að bjóða upp á hressa og skemmtilega göngutúra, segja góðar og fyndnar sögur og reyna að hafa allt á eins léttum nótum og hægt er. Fyrirtækið er rekið af grínistum og allt okkar yfirbragð tekur mið af því að vera sem hressast.

Við erum með mikla reynslu og höfum unun af því sem við gerum, og viljum leyfa ykkur að njóta þess með okkur.

Photos